Upplýsingar

Ferlið

1. Þú sendir okkur tölvupóst sem innihalda þarf eftirfarandi:
- Farmbréfsnúmer (AWB) sendingar sem á að poka og/eða merkja.
- Flugnúmer
- Dagsetningu flugs
- Fjölda og þyngd kassa (t.d. 50 kassar 5kg & 30 kassar 23kg)

2. Við látum vita að tölvupósturinn sé móttekinn og svörum með einhverjum spurningum ef þess krefst.

3. Við sendum svo tölvupóst til staðfestingar þegar búið er að poka og/eða merkja.

Pokar

Pokarnir eru samkvæmt stöðlum varðandi poka utan um fiskikassa í frakthólfi flugvéla og sjáum við alfarið um það.

Merking

Til að endurmerkja sendingar óskum við eftir að fá réttan merkimiða sendan á netfangið okkar. Við sjáum svo um að prenta og merkja kassana.